Wikipedia:Gæðagreinar/Amerískur fótbolti
Amerískur fótbolti, þekktur innan Bandaríkjanna og Kanada sem football sem þýðir fótbolti á íslensku, er hópíþrótt sem er þekkt fyrir mikla hörku þrátt fyrir að vera þaulskipulögð. Markmið leiksins er að skora sem flest stig með því að koma boltanum að marklínu andstæðingsins. Til þess að koma boltanum áfram má kasta honum, hlaupa með hann eða rétta hann öðrum liðsfélaga. Stig eru skoruð á marga vegu, m.a. með því að koma boltanum yfir marklínuna eða með því að sparka boltanum milli markstanganna. Sigurvegari leiksins er liðið sem skorað hefur flest stig að leik loknum. Stærsta deild í heimi sem spilar amerískan fótbolta er NFL-deildin í Bandaríkjunum.
Mörgu fólki utan Bandaríkjanna og Kanada hefur þótt það skrýtið að íþrótt þar sem boltinn er aðallega snertur með höndunum skuli vera kölluð fótbolti. Einföld skýring er á því. Á seinni hluta 19. aldar var gerður greinarmunur á íþróttum sem spilaðar voru á hestum og þeim sem spilaðar voru á fótum. Fótbolti er spilaður á fótum, en ekki hestum, og orðið fótbolti festist við íþróttina.
Lesa áfram um amerískan fótbolta...