Wikipedia:Félag Wikimedianotenda á Íslandi/Eldra

Félag Wikimedianotenda á Íslandi er óstaðfestur notendahópur virkra íslenskra notenda verkefna um frjálsa þekkingu á vegum Wikimediasamtakanna. Verkefnin eru Frjálsa alfræðiritið Wikipedia, orðabókin Wiktionary, safn tilvitnana á Wikiquote, frjálsar bækur á Wikibooks, frumheimildir Wikisource, fréttaveitan Wikinews, menntaefni á Wikiversity, samantekt um dýrategundir á Wikispecies, miðlæg gögn á Wikidata, margmiðlunarefni á Wikimedia Commons og ferðaupplýsingar á Wikivoyage.

Markmið

breyta

Helsta markmið félagsins er nýliðun á íslensku Wikipediu. Stefnt er að því að mjög virkir notendur (með fleiri en 100 breytingar á mánuði) verði 15 eða fleiri. Í því augnamiði eru þegar haldin Vikuleg Wikipedia-kvöld á Landsbókasafninu.

Dagsetning [[::Kerfissíða:Virkir notendur|Virkir notendur]][1] Notendur með > 5 breytingar Notendur með > 100 breytingar
13.03.14 138 43 8

Annað markmið félagsins er að gera samninga við opinbera aðila um afhendingu frjálsra gagna (ljósmynda eða annarra gagna) til miðlunar á verkefnum Wikimedia.

Fundir

breyta

Haldnir verða fundir á mánaðarfresti og birtar fundargerðir.

Neðanmálsgreinar

breyta
  1. Notendur með breytingu á síðustu 30 dögum

Tenglar

breyta