Waage
eftirnafn
Waage er 12. algengasta ættarnafnið á Íslandi. Sá sem fyrstur tók upp þetta nafn var Ólafur Gíslason Waage, fæddur um 1760, dáinn 15. mars 1797. Hann átti enga afkomendur hér á landi, en hugsanlega í Danmörku. Magnús Jónsson Waage (1799 - 1857), skipstjóri og útvegsbóndi í Stóru-Vogum á Vatnsleysuströnd tók þetta ættarnafn upp síðar. Hann er ættfaðir allra þeirra sem síðar hafa borið þetta nafn hér á landi. Magnús Jónsson var í Noregi að læra smíðar. Var þar samtíða landa sínum og alnafna. Til að aðgreina þá nafnana þá tók Magnús upp þetta ættarnafn. Honum hefur e.t.v. fundist framburðurinn vísa til Voganna.