Vindgangur eða prump í daglegu tali er loft í meltingarveginum sem líkaminn losar sig við. Það er annars vegar loft sem við gleypum og hins vegar loft sem myndast við niðurbrot ómeltanlegrar fæðu. Sumar tegundir kolvetna eru ómeltanleg , þau færast frá smáþörmum yfir í ristil þar sem bakteríur sundra þeim og mynda aðallega lofttegundirnar vetni og koldíoxíð. Lyktin sem fylgir oft vindgangi stafar af brennisteinssamböndum sem sumar bakteríur í ristlinum mynda.

Fæðutegundir sem innihalda sykrur (tegund kolvetna) geta valdið vindgangi en fita og prótín valda litlum vindgangi. Þær sykrutegundir sem geta leitt til vindgangs heita raffínósi, laktósi og frúktósi. Flestir mynda hálfan til einn og hálfan lítra af lofti á dag og losa það um 14-23 sinnum yfir daginn.

Kýr mynda mikið metangas þegar þær leysa vind en það er gróðurhúsalofttegund.

Tenglar

breyta