Vindbelgjarfjall
Móbergsfjall í Mývatnssveit
Vindbelgjarfjall (eða Vindbelgur) er 529 m hátt keilulaga móbergsfjall í Mývatnssveit. Norður úr fjallinu gengur lægri rani sem nefnist Buski. Austan í fjallinu, syðst eru örnefnin Skútahellir og Skútaskriða, en þjóðsögur herma að þar hafi Víga-Skúta varist. Þess er þó ekki getið í fornsögunum.
Vindbelgjarfjall | |
---|---|
Hæð | 529 metri |
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Þingeyjarsveit |
Hnit | 65°37′42″N 17°04′12″V / 65.628255°N 17.06997°V |
breyta upplýsingum |