Vincentius frá Beauvais
Vincentius frá Beauvais (latínu: Vincentius Bellovacensis eða Vincentius Burgundus; c.a. 1184/1194 – c.a. 1264) var reglubróðir í Royaumont klaustri dóminíkana í Frakklandi. Hann er kunnastur fyrir að vera höfundur „Miklu skuggsjár“ (Speculum Maius), sem telst meðal fyrstu alfræðirita ritaðra á miðöldum. Verkið var mikið vexti, velþekkt og mikið lesið af lærðum á miðöldum. Vincentius vann að verkinu í 29 ár (1235-1264).
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Vincentius frá Beauvais.