Vikivakakvæða einkennast af því að viðlag eða viðlög eru endurtekin í kvæðum. Vikivaki hefst því sem næst alltaf á inngangserindi, sem er ort undir sérstökum bragarhætti og ekki þeim sama og er í kvæðinu sjálfu. Úr inngangserindinu eru viðlög tekin, stundum tvær línur eða fjórar. Sjálft inngangserindið er stundum kallað viðlag. Þetta rímaða viðlag og sjálfstætt viðlagserindi í upphafi kvæðis er meðal þess sem greinir vikivaka frá öðrum viðlagskvæðum. Viðlag er stundum óstuðlað eða sér um stuðla en rímar við næstu braglínu eða braglínu á undan. Viðlag er því í föstum bragtengslum við hvert og eitt erindi í kvæðinu.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. íslenska fjögur bls. 74
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.