Viðbót
Viðbót (einnig sjaldnar íforrit eða íbót[1]) er lítið forrit sem keyrir innan stærra forrits og víkkar út notkunarmöguleika þess þrátt fyrir að vera aðgreint frá því ólíkt viðaukum sem falla algerlega saman við aðalforritið. Notkun íforrita er algeng í vöfrum þar sem þau meðhöndla sérstök skráarsnið á borð við kvikmyndasnið og margmiðlun (sbr. Adobe Flash). Þróunarumhverfi eins og Eclipse notast líka við íforrit til að skila tiltekinni virkni til notenda. Í þessum hugbúnaði er gert ráð fyrir notkun íforrita sem þurfa að uppfylla tiltekna staðla til að virka með aðalforritinu.
Heimildir
breyta- ↑ íbót kvk. á Tölvuorðasafninu Geymt 18 október 2007 í Wayback Machine
Forrittos Geymt 20 apríl 2015 í Wayback Machine sem fellur inn sem hluti vefsjártos Geymt 27 september 2007 í Wayback Machine.
Dæmi: Adobe Acrobat
Enska: plug-in