Vetrargrasker
Vetrargrasker er einær ávöxtur en orðið er notað um nokkrar tegundir af skvass innan tegundarinnar Cucurbita. Vetrargrasker er frábrugðin sumargraskeri að því leyti að uppskerutími er þegar ávöxtur hefur þroskast að fullu og hýðið harðnað. Það er hægt að geyma graskerin í því ástandi sem vetrarforða. Vetrargrasger er vanalega soðið áður en það er étið og hýðið er ekki étið eins og vanalegt er með sumarskvass. Skvass er viðkvæmt fyrir frosti og fræin spíra ekki í köldum jarðvegi. Vetrargraskersfræ spíra þegar hiti jarðvegs er 21 C. Uppskeran fer fram þegar ávöxturinn hefur náð djúpum og einum lit og hýðið hefur harðnað. Uppskerutími vetrargraskers er í september eða október á norðurhveli jarðar eða áður en hætta er á miklu frosti.
Nokkrar tegundir vetrargraskerja
breyta- Ambercup squash
- Arikara squash
- Atlantic Giant
- Banana squash
- Buttercup squash
- Georgia candy roaster
- Hubbard squash
- Jarrahdale pumpkin
- Kabocha - "Hokkaido squash"
- Lakota squash
- Mooregold squash
- Red kuri squash - einnig kallað "orange Hokkaido squash" eða "baby red Hubbard squash"
- Turban squash
- Cushaw squash (einnig kallað "winter crookneck squash")