Vetnisperoxíð

Vetnisperoxíð (stundum kallað súrvatn) er efnasamband með formúlunni H2O2. Vetnisperoxíð er þykkur fölblár eða litlaus vökvi sem leysist vel upp í vatni. Það er veik sýra og er með pH-gildi í kringum 6,2. Vetnisperoxíð er óstöðugt efni og brotnar auðveldlega niður í vatn og súrefni ef það er ekki geymt á köldum og myrkum stað.

Vetnisperoxíð er meðal annars notað til sótthreinsunar og til að aflita hár.

HeimildBreyta