Venetíska
Venetíska er útdautt indó-evrópskt fornmál kennt við forn-rómverska héraðið Venetíu. Það er þekkt af um 200 áletrunum frá 6. til 1. öld f.Kr. Flokkun hennar innan indó-evrópskra mála er ekki á reiðum höndum eða fyllilega klár en málfræðingar munu helst telja hana til sérstakrar greinar sem aftur er útdauð.