Vefleiðangur
Vefleiðangur er vefverkefni í skólastarfi sem miðar að því að safna og nota og uppbreyta gögnum í anda hugsmíðahyggju og lausnaleitanáms. Vefleiðangur er staðlað form af verkefni sem byrjar á því að segja hvað viðfangsefnið er, hvað á að koma út úr verkefninu og í hvaða hlutverki nemandinn er. vefleiðangur skiptist oft í þessa hluta:
- Kynning
- Verkefni
- Ferli
- Mat
- Niðurstaða
- Kennarahluti
Vefleiðangrar eru oft hópverkefni, nemendur taka að sér ákveðið hlutverk og oft er nemendum skipt í hópa sem eiga að leysa mismunandi verkefni.
Vefleiðangrahugmynd er komin frá Bernie Dodge en hann kynnti þessa gerð verkefna árið 1996. Kennarar á Íslandi hafa samið vefleiðangra frá árinu 1998.