Veðurfölnir
Veðurfölnir er haukur í norrænni goðafræði sem situr á milli augna arnar í efstu greinum Asks Yggdrasils. Örninn átti í sífelldum deilum við Níðhögg, vængjaðan dreka er bjó við eina rótina, en íkorninn Ratatoskur hljóp stöðugt upp og niður tréð með skilaboð á milli þeirra.
Í Snorra-Eddu, Gylfaginningu, segir svo:
- Örn einn sitr í limum asksins, ok er hann margs vitandi, en í milli augna honum sitr haukr, sá er heitir Veðrfölnir. Íkorni sá, er heitir Ratatoskr, renn upp ok niðr eftir askinum ok berr öfundarorð milli arnarins ok Níðhöggs, en fjórir hirtir renna í limum asksins ok bíta barr. Þeir heita svá: Dáinn, Dvalinn, Duneyrr, Duraþrór. En svá margir ormar eru í Hvergelmi með Níðhögg, at engi tunga má telja.
Tengill
breyta- „Hvenær sást haförn fyrst á Íslandi?“. Vísindavefurinn. (Skoðað 7. ágúst 2012).