Valtteri Viktor Bottas (f. 28. ágúst, 1989) er finnskur ökuþór sem keppir í Formúlu 1 með Kick Sauber liðinu. Bottas hóf Formúlu 1 ferill sinn með Williams liðinu árið 2013 og var með því liði til ársins 2016. Ári seinna skrifaði Bottas undir samning hjá Mercedes-Benz liðinu og keppti með þeim til ársins 2021 þegar samningur hans við liðið rann út. Árið 2022 byrjaði Bottas að keyra fyrir Alfa-Romeo liðið og keppir í dag tæknilega séð fyrir sömu Sauber-samsteypuna (Sauber Motorsport), þó svo að liðið í dag heitir Kick Sauber eftir að samstarf þeirra við Alfa-Romeo endaði.[1] Bottas hefur tvisvar sinnum endað í öðru sæti í heimsmeistaramótinu í Formúlu 1 og einnig endað tvisvar sinnum í þriðja sæti. Þó hefur Bottas aldrei orðið heimsmeistari í Formúlu 1.

Valterri Bottas
Bottas árið 2022
Fæddur
Valterri Viktor Bottas

28. ágúst 1989 (1989-08-28) (35 ára)
ÞjóðerniFinnland Finnskur
Störf Formúlu 1 ökumaður

Tilvísanir

breyta
  1. Donaldson, Alex (15. desember, 2023). „Alfa Romeo exits F1 as title sponsorship with Sauber ends“. Sportcal. Sótt 17. ágúst, 2024.

Heimildir

breyta