ValaMed

(Endurbeint frá Valamed)

ValaMed er fyrirtæki stofnað árið 2007 með því markmiði að gera lyfjameðferð við krabbameini hnitmiðaðri með því að gera lyfjanæmispróf á krabbameinsfrumum viðkomandi sjúklings fyrir meðferðina. Aðferðin er ekki ný, en er í örum vexti í löndunum umhverfis okkur og eðlilegt að bjóða hana Íslendingum. Jafnframt því að bæta meðferð er verið að kynna til sögunnar það viðhorf, að gera beri læknismeðferð einstaklingsbundnari. ValaMed mun hafa þetta að leiðarljósi. Ræktun krabbameinsfrumna er þjónusturannsókn í samvinnu við krabbameinslækni og skurðlækni sjúklings, þegar það á við. Niðurstaða rannsóknarinnar sýnir fram á hvaða lyf eru mjög ólíkleg til að gagnast í meðferðinni. Í hverri rannsókn eru skoðuð viðbrögð krabbameinsfrumna við 5-10 bestu lyfjum fyrir þá tegund krabbameins sem viðkomandi hefur. Niðurstaðan er ekki bindandi á nokkurn hátt fyrir krabbameinslækninn, einungis ein af mörgum leiðum sem nothæfar eru til að finna bestu lyfjameðferðina.[1]

Heimildir breyta