Valþjófsstaðahurðin

Valþjófsstaðahurðin er tréhurð, með útskurði í rómönskum stíl, skorin út á Íslandi. Var fyrir dyrum á kirkjum á Valþjófsstað í Fljótsdal frá um 1200 til ársins 1852. Hurðin er einn merkasti forngripur Íslensku þjóðarinnar, en lá undir skemmdum um miðja 19. öld og var þá flutt til Danmerkur til varðveislu. Danir skiluðu henni í tilefni af Alþingishátíðinni 1930. Hurðin er til sýnis í Þjóðminjasafni Íslands.

Heimild

breyta

Grein á vef Þjóðminjasafns um Valþjófsstaðahurðina