Völsunga saga er fremur löng lausamálssaga sem oftast er talin rituð fyrir eða um 1270. Hún hefur varðveist í einu skinnhandriti frá miðöldum en mörgum pappírshandritum. Í Völsungasögu eru um 30 vísur sem fjalla um Sigurð Fáfnisbana og forfeður hans.

Ramsund rúnir frá Svíþjóð frá 12. öld fjalla um hvernig Sigurður Fáfnisbani lærði fuglamál

Meginefni sögunnar er saga Sigurðar Fáfnisbana sem drap drekann Fáfni. Völsunga saga er yfirleitt talin til fornaldarsagna Norðurlanda. Breski rithöfundurinn Tolkien varð fyrir áhrifum af Völsunga sögu og má greina þau í Hringadrottinssögu og fleiri verkum Tolkiens.

Heimild

breyta
  • „Hvað er Völsunga saga?“. Vísindavefurinn.
  • Völsunga saga
  • Vǫlsunga saga. The saga of the Volsungs. The Icelandic Text According to MS Nks 1824 b, 4° With an English Translation, Introduction and Notes by Kaaren Grimstad. 2nd ed. AQ-Verlag, Saarbrücken 2005.[1]

Neðanmálsgreinar

breyta
  1. úrdráttur


   Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.