Þekjuvængir
(Endurbeint frá Vængskjöldur)
Þekjuvængir eða skjaldvængir eru framvængir á bjöllu og skortítum. Þeir eru harðir og kúptir og aðallega til hlífðar hinum eiginlegu vængjum. Þegar skordýrið er ekki á flugi, fellir það vængina að líkama sér og þekjuvængirnir skorðast yfir. Dæmi um bjöllur með þekjuvængi eru aldinborar, húsbukkar, jötunuxar og olíubjöllur.
Þekjuvængir hafa stundum einnig verið nefndir vængskjöldur eða vænghlífar.