Reisibrú

(Endurbeint frá Vængjabrú)

Reisibrú (einnig kölluð vængjabrú) er hreyfanleg brú þar sem einn eða tveir partar (oft nefndir vængir) hennar lyftast upp á annan enda til að hleypa skipaumferð framhjá. Reisibrýr eru algengasta gerð hreyfanlegra brúa sökum þess hve hratt þær opnast og hve lítillar orku þær krefjast.

Hreyfimynd af tvívængja reisibrú.