Václav Jan Staněk

Václav Jan Staněk (1907–1983) var tékkneskur náttúrufræðingur (dýrafræðingur, sveppafræðingur og grasafræðingur). Hann var einnig dýragarðsstjóri, ljósmyndari, kvikmyndagerðarmaður og rithöfundur. Meðal rita eftir hann er alfræðirit um skordýr sem var birt á Íslandi sem Stóra skordýrabók Fjölva í þýðingu Þorsteins Thorarensens. Kvikmyndir eftir hann munu vera yfir 30 talsins, stuttar og meðallangar.

Sérstakt áhugamál hans voru sveppir, ekki síst ættkvíslin Geastrum og fékk hann eintök til greiningar langt að úr heiminum, jafnvel frá Ástralíu.

Helstu ritverk

breyta
  • S kamerou za zvěří našich lesů (1940) (Með myndavél á eftir villibráð)
  • S kamerou za zvěří na našich vodách (1941) (Með myndavél á eftir fiskum í vötnum okkar)
  • Fotografie ze světa zvířat (1947) (Ljósmyndir úr heimi dýranna)
  • O lvíčku Simbovi (1943) (Um ljónið Simbovi)
  • Krásy přírody: S kamerou za krásami z mořských hlubin (díl I., 1948) (The beauties of nature: With a camera behind the beauties of the depths of the sea)
  • Krásy přírody: S kamerou za krásami matky Země (díl II., 1949) (The beauties of nature: With a camera behind the beauties of Mother Earth)
  • Krásy přírody: S kamerou za zvířaty kolem člověka (díl III., 1950) (The beauties of nature: With a camera behind the animals around man)
  • Zvířata a voda (1960) (Dýr og vatn)
  • Velký obrazový atlas zvířat (1965) (Stóri myndaatlas dýranna)
  • Velký obrazový atlas hmyzu (1970) - á íslensku: Stóra skordýrabók Fjölva (1974)

Bækur hans hafa verið gefnar út af ýmsum útgefendum og á nokkrum tungumálum.

Kvikmyndir:[1]

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Václav Jan Staněk | Biografie“. ČSFD.cz (tékkneska).