Urriðavatn (Egilsstaði)

Urriðavatn við Egilsstaði er vatn sem er um 1,1 km² að flatarmáli. Mest dýpt vatnsins er um 15 m. og stendur vatnið í um 40 m. hæð yfir sjávarmáli. Í vatnið renna Hafralónslækur og Merkilækur en útfall vatnsins er Urriðavatnslækur. Árið 2019 opnaði nýstárleg sundlaug í og við Urriðavatn sem heitir Vök Baths.