Upplýsingabeiðni er í upplýsingarétti beiðni send til aðila sem þarf svo að afgreiða beiðnina. Beiðnin getur ýmist verið afgreidd á þann hátt að fallist er á að veita hinar umbeðnu upplýsingar, henni synjað, vísað frá, eða blanda af þessu. Almennt séð ríkja mismunandi kröfur til uppsetningu upplýsingabeiðna, meðal annars með tilliti til hversu nákvæmlega þurfi að afmarka upplýsingarnar sem óskað er eftir. Eftir atvikum gæti verið innheimt gjald fyrir afgreiðslu beiðninnar eða fyrir gögnin sjálf.

Algengt er að í upplýsingaréttinum séu tilgreindar ýmsar undanþágur frá því að afhenda upplýsingar, svo sem á grundvelli þjóðaröryggis eða persónuverndar, en einnig gæti hafa verið farin sú leið að veita ríkari heimild til að veita upplýsingar en skyldan nær yfir, svo framarlega sem afhendingin er ekki bönnuð sérstaklega.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.