Fit (prjónaskapur)

(Endurbeint frá Uppfitjun)

Fit er notað í prjónaskap um uppfitjun, þegar búnar eru til nýjar lykkjur, þá er fitjað upp á einhverju úr garni og er það þá fyrsti prjónninn. Einnig munu margir kalla slétta og brugðna kaflann á sokkum og vettlingum fit en sá kafli er einnig kallaður brugðningur, snúningur, stroff, stuðlaprjón og stuðull.

Fitjað upp, fyrsti prjónninn
Uppfitjun

Greint er á milli nokkurra gerða af fitjum. Einföld fit er hundafit sem einnig er nefnd hænsnafit, skólafit eða húsgangsfit. Halldórufit er kennd við Halldóru Bjarnadóttur sem kenndi nýja uppfitjun. Einnig eru dæmi um breiðafit, skollafit, gullfit og silfurfit.

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta