Ungversk húsdýrakyn
Ungversk húsdýrakyn (þ.e.a.s. húsdýr sem ræktuð hafa verið í Ungverjalandi) eru álitin þjóðartákn í Ungverjalandi.
Spendýr
breytaBúfénaður
breyta- Hornalangir ungverskir gráir nautgripir- fornkyn af innlendum nautgripum frá frumbyggjum Ungverja. Að jafnaði útigangandi allan ársins hring.[1]
- Racka – Sauðfjártegund sem þekkt er fyrir sín óvenjulegu spírallaga horn. Þessir einstöku viðaukar skilja Racka tegundina frá öðrum innlendum sauðfjárhornum. Horn þeirra geta orðið allt að 62 cm. löng. Minnsta staðallengd er 51 cm. fyrir hrúta og 30-38 cm. fyrir ær.[2]
- Mangalica – Svínategund sem einkennist af löngu krulluðu hári og tiltölulega feitu kjöti sem gerir þau tilvalin í að búa til kjötvörur, t.d. pylsur og salami. Kynið var þróað um miðja 19. öld með krossræktun á ungverskum kynum frá Nagyszalonta og Bakony með evrópskum villisvínum og serbneskri Sumadija tegund.[3]
- Cikta sauðfé – Sauðfjártegund frá Ungverjalandi sem kom til lands á 18.öld með þýskum landnemum. Sauðfjártegund þessi vex ull en er fyrst og fremst alin til kjöts. Cikta tilheyrir fjallahópi sauðfjárgripa.[4]
- Nonius - Ungverskt hestakyn sem ensk-normannska stofnföður sínum. Almennt dökkir á litinn, vöðvastæltir og þungbeinaðir, svipaðir að gerð og aðrir dráttar- og kerruhestar. Kynið var þróað á keisarabýlinu í Ungverjalandi með vandlegri línuræktun. Upprunalega ræktaðir í að vera léttir dráttarhestar fyrir ungverska herinn, urðu þeir einnig notadrjúgir sem landbúnaðarhestar á 20. öld. Eftir að seinni heimsstyrjöld lauk minnkaði fjöldi Nonius hesta og þar sem minni notagildi var í hestunum neyddust margir til að senda þá í slátur. Í dag eru þeir notaðir í landbúnað, tómstundareiðmennsku og keppniskeyrslu.[5]
Hundar
breyta- Magyar Vizsla – er ungversk hundategund. Viszla þýðir leitari eða sporrekjari á ungversku og lýsir það eðli þeirra. Viszla hundar eru íþróttahundar og traustir félagar. Þeir eru nátturulegir veiðimen búnir frábæru nefi og framúrskarandi þjálfunargetu. Þeir voru ræktaðir til að vinna á túnum, skógum eða í vatni. Þó þeir séu líflegir, mildir, ástúðlegir og viðkvæmir eru þeir einnig óttalausir og hafa vel þróað verndunareðli.[6]
- Ungverskur Puli – eru litlir-meðalstór hundategund frá Ungverjalandi. Þeir eru smala og búfjárverndunarhundar og þekktir fyrir langan, snúróttan feld. Þéttar krullur hundanna eiga það til að minna á dreadlocks.[7]
- Ungverskur Komondor – einnig þekktir sem ungverskur fjárhundur, eru stórir, hvíthærðir ungversk tegund af búfjárverndarhundi með langan snúróttan feld. Stundum kallaðir moppuhundar, Komondor eru afsprengi langvarandi ræktunar til að verja búfé og annara eigna. Komondor tegundin hefur verið útnefnd einn af þjóðargersemum Ungverja og á að varðveita þá og vernda gegn breytingum.[8]
- Ungverskur Kuvasz – er hefðbundin ungversk ræktun búrfjárverndunarhunda. Hægt er að finna tegundina nefnda í gömlum ungverskum ritum. Í sögulegu samhengi hafa þeir aðallega verið konunglegir varðhundar og búfjárhundar en hafa á síðustu 70 árum fundist á heimilum í auknum mæli.[9]
- Ungverskur Pumi – er meðal-lítill sauðfjárhundategund frá Ungverjalandi. Þeir eru fjölhæfir hjarðhundar, jafn duglegir að safna, reka og halda stjórn á hjörðinni. Þeir hafa langt höfuð með hálfupprétt eyru, duttlungafullan svip og hala sem hringast yfir bak. Feldurinn, getur verið svartur, brúnn, hvítur, grár eða gulbrúnn, er sambland af bylgjuðu og krulluðu hári sem þekur allan líkamann. Talið er að Pumi hafi komið til vegna krossræktar ungversks Puli við þýska og franska smalahunda frá og með 17. Öld. Sumir vísa til Pumi sem ,,ungverska hjarðmeistarans“ vegna eiginleika eins og skyndihreyfinga, vakandi skapgerð og kubbslegan, grannan og vöðvastælta líkamsgerð.[10]
- Ungverskur Veiðihundur – er veiðihundategund frá Ungverjalandi, hluta sem var undir veldi Austurríki-Ungverjalands. Þeir eru notaðir í veiði og rakningar, en eru einnig notaðir sem heimilishundar.[11]
- Transylvaníublóðhundur – einnig þekktur sem Transylvaníulyktarhundur eða Ungverskur hundur sem á uppruna sinn að rekja í Transylvaníu. Kynið er að finna í ungverjalandi og Rúmeníu. Í sögulegu samhengi hefur hann aðallega verið notaður til veiða. Sterkur, meðalstór lyktarhundur sem einkennist af svörtum líkama, með brúnleitan og stundum hvítar merkingar á trýni, bringu og útlimum og áberandi sólbrúna augabrúnabletti. Eru með háa geltitíðni af hundi af þessari stærð. Kyni þessu var bjargað frá útrýmingu með einbeittu ræktunarátaki seint á 20. öld. Áður voru tvær tegundir, háu og stuttu, þróaðar fyrir mismunandi tegundir veiða á miðöldum. Aðeins stóra tegundin lifir í dag.[12]
- Ungverskur Mudi – er smalahundakyn frá Ungverjalandi. Nátengt Puli og Pumi, en var aðskilið á þriðja áratug síðustu aldar. Í dag er Mudi ræktaður fyrir vinnu, íþróttir, félagsskap og sýningar. Þeir eru áfram notaðir við smalamennsku, auk þess að taka þátt í ýmsum hundaíþróttum.[13]
- Sinka – Hin nýja ungverska hundategund. Nafnið ,,Sinka“ kemur frá ungversku orðunum ,,sima szöru“ sem þýðist í ,,slétt hár.“ Auðkenndir, liprir og vöðvastæltir hundar. Skapgerð tegundarinnar er hörð og árásargjörn.[14]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Hungarian Grey“, Wikipedia (enska), 7. apríl 2020, sótt 24. febrúar 2021
- ↑ „Racka“, Wikipedia (enska), 4. janúar 2020, sótt 24. febrúar 2021
- ↑ „Mangalica“, Wikipedia (enska), 19. desember 2020, sótt 24. febrúar 2021
- ↑ „Cikta - Wikipedia“. en.wikipedia.org (enska). Sótt 24. febrúar 2021.
- ↑ „Nonius horse“, Wikipedia (enska), 9. júní 2020, sótt 24. febrúar 2021
- ↑ „Vizsla“, Wikipedia (enska), 18. febrúar 2021, sótt 24. febrúar 2021
- ↑ „Puli dog“, Wikipedia (enska), 21. febrúar 2021, sótt 24. febrúar 2021
- ↑ „Komondor“, Wikipedia (enska), 8. febrúar 2021, sótt 24. febrúar 2021
- ↑ „Kuvasz“, Wikipedia (enska), 13. janúar 2021, sótt 24. febrúar 2021
- ↑ „Pumi dog“, Wikipedia (enska), 9. febrúar 2021, sótt 24. febrúar 2021
- ↑ „Magyar agár“, Wikipedia (enska), 8. janúar 2021, sótt 24. febrúar 2021
- ↑ „Transylvanian Hound“, Wikipedia (enska), 10. febrúar 2021, sótt 24. febrúar 2021
- ↑ „Mudi“, Wikipedia (enska), 9. janúar 2021, sótt 24. febrúar 2021
- ↑ „Get to know Sinka, the mysterious, "new" Hungarian dog breed“. Daily News Hungary (bandarísk enska). 24. janúar 2019. Sótt 25. febrúar 2021.