Umframbyrði
Umframbyrði eða allratap í hagfræði nefnist óskilvirkni á framboði og eftirspurn á vöru þannig að Pareto-kjörstöðu er ekki náð. Með öðrum orðum kaupir fólk vöruna eða þjónustuna og hlýtur ekki ábata af eða kaupir ekki vöruna sem það hlyti ábata af. Umframbyrði er það tap sem hlýst af markaðsbresti og sem dæmi um slíka má nefna einokunarmarkaði og ytri áhrif. Fleiri ástæður geta verið, til að mynda skattar, niðurgreiðslur, verðþök eða lágmarksverð.
Tengill
breyta- „Hvað er átt við með umframbyrði skatta?“. Vísindavefurinn.
- Homo economicus leggur ekki flísar, grein af vefritinu Múrinn