UN Women (fullt nafn: United Nations Entity for Gender Equality and the Empowerment of Women „stofnun Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna“) er stofnun innan Sameinuðu þjóðanna og sú eina sem starfar eingöngu í þágu kvenna og jafnréttis. Hlutverk UN Women er að vinna að markmiðum Sameinuðu þjóðanna sem snúa að efnahagslegri og pólitískri valdeflingu kvenna og útrýmingu ofbeldis gegn konum. Samtökin hafa starfandi landsnefndir í 13 löndum en styrkja verkefni um allan heim í þágu bættrar stöðu kvenna í gegnum sérstakar svæðisskrifstofur. Starfsemi UN Women skiptist í nokkra málaflokka og styrkja samtökin verkefni þar að lútandi. Höfuðstöðvar samtakanna eru í New York en auk starfsfólks koma að samtökunum fjöldinn allur af sjálfboðaliðum og velunnurum sem leggja til bæði vinnu sína og stuðning.[1]

Saga og hlutverk breyta

UN Women varð til við samruna UNIFEM og þriggja annarra systurstofnanna innan SÞ árið 2011. Samtökin fara með umboð SÞ til að vinna að kynjajafnrétti og stuðla að jákvæðri stefnumótun á grundvelli jafnréttissjónarmiða og alþjóðalögum um réttindi kvenna. Starf UN Women skiptist í sjö ólíka málaflokka sem allir hafa það markmið að efla efnahagslega og pólitíska valdeflingu kvenna og útrýma ofbeldi gegn konum. Samtökin veita þannig bæði tæknilegan og fjárhagslegan stuðning til verkefna sem tengjast þessum málaflokkum:[1]

  1. Tryggja að mannréttindi kvenna séu virt
  2. Draga úr fátækt kvenna í samræmi við þúsaldarmarkmiðin
  3. Draga úr ofbeldi gegn konum
  4. Tryggja aðkomu kvenna í lýðræðislegri uppbyggingu ríkja á friðar- sem og ófriðartímum
  5. Efnahagslega valdefling kvenna
  6. Auka þátttöku kvenna í atvinnulífinu og stjórnmálum
  7. Stefnumótun og kynjuð fjárlagagerð

Fjármögnun og verkefni breyta

Starfsemi og fjármögnun UN Women byggist eingöngu á frjálsum fjárframlögum aðildarríkja SÞ, einkaaðila og frjálsra félagasamtaka. Landsnefndir á vegum UN Women eru starfandi í 13 löndum og er hlutverk þeirra að vekja athygli á þörfum kvenna í fátækari ríkjum heimsins í gegnum starfsemi UN Women, afla fjár til að styrkja verkefni og hvetja ríkisstjórnir sínar til virkrar þátttöku. Þau verkefni sem UN Women styrkir eru unnin í samræmi við svæðisbundinn veruleika og þau vandamál og ógnir sem konur standa frammi fyrir, þá einkum í Afríku, Asíu og Kyrrahafi, Suður Ameríku og Karíbaeyjum, Mið- og Austur Evrópu og fyrrum Sovétlýðveldum. Þeim fjármunum sem er aflað er skipt í tvo sjóði, annan sem fjármagnar verkefni sem tengjast þátttöku kvenna í stjórnmálum og efnahagslífinu og hinn sem fjármagnar verkefni til afnáms ofbeldis gegn konum.[1]

Íslensk landsnefnd breyta

Velunnarar breyta

Heimildir breyta

  1. 1,0 1,1 1,2 UN Women íslensk landsnefnd. „Um UN Women“. Sótt 28.11.2014 2014.