Norður-Karólínuháskóli í Chapel Hill
Ríkisrekinn háskóli í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum
(Endurbeint frá UNC)
Norður-Karólínuháskóli í Chapel Hill (e. University of North Carolina at Chapel Hill, stundum nefndur UNC eða UNC, Chapel Hill) er ríkisrekinn rannsóknarháskóli í Chapel Hill í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Háskólinn er aðalháskóli ríkisháskólakerfisins í Norður-Karólínu og elsti háskólinn í ríkinu. Skólinn var stofnaður árið 1789 en tók til starfa árið 1795 og er elsti ríkisrekni háskólinn í Bandaríkjunum.
Við skólann starfa tæplega 3300 háskólakennarar en tæplega 18 þúsund nemendur stunda grunnnám og á níunda þúsund stunda framhaldsnám við skólann. Háskólasvæðið þekur þrjá ferkílómetra.
Einkunnarorð skólans eru lux libertas sem eru latína og þýða „ljós og frelsi“.
Tenglar
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Norður-Karólínuháskóla í Chapel Hill.