Unified Modeling Language

(Endurbeint frá UML)

Unified Modeling Language (UML) er staðlað myndmál sem er notað við hugbúnaðarþróun. UML er skilgreiningarmál sem lýsir hugbúnaðarkerfum myndrænt. Málið er mjög ítarlega skilgreint, og því er hægt að lýsa kerfum á ótvíræðan hátt, en málið er einnig notað á óformlegan hátt til að útskýra hugmyndir um hönnun. Þekktasta tegund UML rits er svokallað klasarit sem lýsir klösum og venslum milli klasa. Einnig eru til rit sem lýsa högun kerfisins gagnvart notanda og rit sem sýna hvernig klasar vinna saman að tilteknu verki.

UML logo
UML logo

Til eru fjölmargir ritlar fyrir UML rit, og er misjafnt að hve miklu leyti þeir halda utan um hugbúnaðarferlið. Sum forrit geta búið til UML rit út frá kóða, eða farið í hina áttina og búið til beinagrind af kóða út frá UML ritum.

Tenglar

breyta