Tvítugakerfi

Tvítugakerfi er talnakerfi sem byggist á tölunni 20, eins og tugakerfi byggist á 10 og tylftarkerfi byggist á 12. Í tvítugakerfi eru þannig sértákn fyrir hverja tölu upp í 20. Tvítugakerfi er að finna víða í Afríku og sum staðar í Asíu og í sumum Evrópumálum er miðað við 20, eins og til dæmis frönsku quatre-vingts (80) og ensku three score (60). Talnakerfi Maja og Asteka voru tvítugakerfi.

Talnakerfi Maja.
Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.