Tungumálatorg er vefur með ýmsu opnu menntaefni.

Verkefnið var fyrst skilgreint í menntamálaráðuneytinu árið2008 og hlaut það vilyrði fyrir styrkveitingu sem veitt var á grundvelli stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið 2008-2012. En það var ekki fyrr en árið 2010 sem vefuppsetning hófst og varð þá sýnilegur á netinu. Tungumálatorgið er opinn vettvangur og er hann öllum að kostnaðarlausu. Á vefnum er að finna ýmis skonar verkefni fyrir fólk á öllum aldri. Hægt er að ná sér í upplýsingar um hin ýmsu tungumál og hvernig er best að fræða, leiðbeina og meta árangur nemenda. Kennarar geta sent inn upplýsingar eða hugmyndir af nýju efni og miðlað þannig áfram. Á síðunni eru tenglar sem leiða fólk áfram eftir því hvar áhugi þeirra liggur.

Hlekkir

breyta

Heimildir

breyta