Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta
Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta (eða TIF) er sjálfseignastofnun sem veitir innistæðueigendum „í viðskiptabönkum og sparisjóðum og viðskiptavinum fyrirtækja sem nýta sér heimildir laga til að stunda viðskipti með verðbréf lágmarksvernd gegn greiðsluerfiðleikum viðkomandi fyrirtækis í samræmi við ákvæði laganna.“[1] Tryggingarsjóður er undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins.
Markmið með lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta er að veita viðskiptavinum lánastofnana og fyrirtækja í verðbréfaþjónustu lágmarksvernd gegn greiðsluerfiðleikum viðkomandi fyrirtækis. Samkvæmt lögum um sjóðinn skal heildareign innstæðudeildar nema að minnsta kosti 1% af meðaltali tryggðra innstæðna í viðskiptabönkum og sparisjóðum og heildareign verðbréfadeildar nema að minnsta kosti 100 m.kr.