Logasmári, eða Trifolium incarnatum[1] er einær smári sem var lýst af Linné. Hann er villtur í mestallri Evrópu, en upprunnin frá Miðjarðarhafssvæðinu vestanverðu. Tegundar heitið incarnatum þýðir "blóðrauður". Hann er kenndur við blóð á norðurlöndunum, en blóðsmári er nafn sem hefur verið notað hér á T. rubens.

Logasmári

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Belgjurtabálkur (Fabales)
Ætt: Ertublómaætt (Fabaceae)
Undirætt: Faboideae
Ættkvísl: Smárar (Trifolium)
Tegund:
T. incarnatum

Tvínefni
Trifolium incarnatum
L.

Þessi upprétti, einæri smári verður 20-50 sm hár, ógreindur eða með greinar neðst. Blöðin eru þrískift með löngum smáblaðlegg, hvert smáblað hært, 8-16 mm yfir, með snubbóttum eða tvíyddum enda. Hann blómstrar allt vorið og sumarið, skærrauður, á langri blómskipan, 3 til 5 sm hárri og 1,5 sm breiðri; einstök blóm eru 10-13 mm löng og eru með 5 krónublöð. Hann er helst í skögarjöðrum, ökrum og vegköntum.

Ræktun og nytjar

breyta
 
Logasmári í Hyogo,Japan.
 
Logasmári í Hyogo,Japan.

Logasmári er ræktaður víða sem próteinrík fóðurplanta fyrir nautgripi og annann búfénað. Hann vex hratt að vori og myndar ágæta uppskeru af grænfóðri, ágætlega lystugu búfénaði. Hann er einnighentugur í hey. Aðeins er hægt að slá hann einu sinni þar sem hann myndar ekki nýja sprota eftir slátt.

í Bretlandi er hann verðmætastur í suðurhlutanum, og þrífst verr norðar.

Hann hefur verið fluttur inn til Bandaríkjanna, upphaflega sem fóður fyrir nautgripi. Hann er oft nýttur sem vörn gegn jarðvegseyðingu í vegköntum, auk til fegrunar; honum hættir hinsvegar til að eyða þar æskilegum jurtum, innfæddum þar sem honum er plantað.

Tilvísanir

breyta
  1. USDA, NRCS (n.d.). Trifolium incarnatum. The PLANTS Database (plants.usda.gov) (enska). Greensboro, North Carolina: National Plant Data Team. Sótt 15. desember 2015.

Ytri tenglar

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.