Skúfsmári
(Endurbeint frá Trifolium glomeratum)
Skúfsmári aða Trifolium glomeratum[1][2] er einær smári sem var lýst af Carl von Linné. Hann er upprunninn í Evrasíu og Norður Afríku, en annarsstaðar sem hann þekkist er hann innfluttur. Hann kemur sér auðveldlega fyrir á röskuðum svæðum, og verður gjarnan illgresi. Hann er jarðlægur til uppréttur, að mestu hárlaus á blöðum. Blöðin eru þrískift, smáblöðin eru egglaga, 1,2 sm löng. Blómskipunin eru í blaðöxlum, kúlulaga, 8 til 12 mm í þvermál, hvert blóm 4 til 5 mm langt, með bleik krónublöð með þríhyrndum enda.
Skúfsmári | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Trifolium glomeratum L. | ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
Trifolium duodecimnerve Willk. & Lange |
Tilvísanir
breyta- ↑ USDA, NRCS (n.d.). „Trifolium glomeratum“. The PLANTS Database (plants.usda.gov) (enska). Greensboro, North Carolina: National Plant Data Team. Sótt 15. desember 2015.
- ↑ „BSBI List 2007“. Botanical Society of Britain and Ireland. Afrit af upprunalegu (xls) geymt þann 25. janúar 2015. Sótt 17. október 2014.
Ytri tenglar
breyta- GRIN Species Profile: Trifolium glomeratum Geymt 9 október 2012 í Wayback Machine
- Calflora Database: Trifolium glomeratum (Clustered clover) — introduced/invasive species.
- UC CalPhotos gallery
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Skúfsmári.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Trifolium glomeratum.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Trifolium glomeratum.