Trifolium ambiguum er blómstrandi plöntu tegund í ertublómaætt Fabaceae. Hann er mjög líkur hvítsmára (Trifolium repens), en smáblöðin eru stærri og hann myndar neðanjarðarrenglur. Tegundin vex villt í Austur-Evrópu, frá Úkraínu til Kákasus og Íran.[1]

Trifolium ambiguum


Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Belgjurtabálkur (Fabales')
Ætt: Ertublómaætt (Fabaceae)
Undirætt: Faboideae
Ættkvísl: Smárar (Trifolium)
Tegund:
T. ambiguum

Tvínefni
Trifolium ambiguum
M.Bieb.
Samheiti
  • Amoria ambigua (M.Bieb.) Soják
  • Trifolium vaillantii M.Bieb. ex Fisch.

Hann er ræktaður til beitar þar sem hvítsmári á erfitt vegna mikillar beitar (neðanjarðarrenglurnar gera meira þol gegn nauðbeit) og til hunangs eins og flestir aðrir smárar.[2][3] Blendingur[4] hans og hvítsmára lofar góðu[5] þar sem T: ambiguum þarf aðra gerð af rhizobium-smiti og er viðkvæmur fyrsta árið fyrir beit og samkeppni, en blendingurinn síður.

Tilvísun

breyta
  1. Trifolium ambiguum M.Bieb“. Plants of the World Online. Board of Trustees of the Royal Botanic Gardens, Kew. Sótt 2. ágúst 2021.
  2. „Kura (Caucasian) Clover“. Forage Information System (enska). 21. júní 2016. Sótt 12. júlí 2023.
  3. Taylor, N.L.; Smith, R.R. (1997). "Kura Clover (Trifolium ambiguum M.B.) Breeding, Culture, and Utilization". Advances in Agronomy Volume 63. Advances in Agronomy. Vol. 63. pp. 153–178. doi:10.1016/S0065-2113(08)60243-6. ISBN 9780120007639.
  4. „AberLasting Clover - Perennial (Coated & Pre-Inoculated)“. Merit Seed (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 12. júlí 2023. Sótt 12. júlí 2023.
  5. Lucy M. Egan,1,2 Rainer W. Hofmann,2 Kioumars Ghamkhar,3 & Valerio Hoyos-Villegas4,* (16 júní 2021). „Prospects for Trifolium Improvement Through Germplasm Characterisation and Pre-breeding in New Zealand and Beyond“. PubMed Central. Sótt júlí 2023.
   Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.