Transfóbía er hugtak yfir fjandsamleg viðhorf í garð trans fólks. Transfóbía getur vísað til hræðslu, haturs, andúðar, ofbeldis, reiði eða óþæginda gagnvart trans fólki eða fólki sem fellur ekki að hefðbundnum kynjaímyndum. Transfóbía er náskyld hugtakinu hómófóbía.[1][2]

Transfóbía getur haft mjög alvarlegar afleiðingar og eru vanlíðan og þunglyndi mjög algeng meðal trans fólks enda eru oft á tíðum miklar lagalegar og samfélagslegar fyrirstöður sem koma í veg fyrir að þau fái að lifa í réttu kynhlutverki. Sjálfsvígstilraunir meðal trans fólks eru mjög algengar og allt að 41% trans fólks reynir sjálfsvíg einhvern tímann á lífsleiðinni. Trans fólk verður oft á tíðum fyrir miklum ofsóknum og bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi og í mörgum löndum hafa þau engin lagaleg réttindi og hefur sá skortur oft alvarlegar afleiðingar.  Heimilisleysi og fátækt eru hlutfallslega há hjá trans fólki, oft vegna slæmra viðbragða fjölskyldu eða annara nákominna þegar einstaklingurinn kemur út sem trans og/eða fordóma frá vinnuveitendum. Vegna þessarar neyðar leiðist hluti trans fólks út í vændi til þess að verða sér úti um einhverja peninga. Vændinu og heimilisleysinu fylgir aukin hætta á sjúkdómum, ofbeldi og auknum afskiptum af hendi lögreglu og af öllum hópum hinsegin samfélagsins þá verða trans konur af öðrum uppruna en hvítum verst úti hvað þetta varðar.[3]

Tilvísanir breyta

  1. Chakraborti, Neil; Garland, Jon (2009). Hate Crime: Impact, Causes and Responses. SAGE Publications, Ltd. p. 77. ISBN 978-1412945684.
  2. Thomas Spijkerboer (2013). Fleeing Homophobia: Sexual Orientation, Gender Identity and Asylum. Routledge. p. 122. ISBN 978-1134098354. Retrieved December 27, 2014. Transgender people subjected to violence, in a range of cultural contexts, frequently report that transphobic violence is expressed in homophobic terms. The tendency to translate violence against a trans person to homophobia reflects the role of gender in attribution of homosexuality as well as the fact that hostility connected to homosexuality is often associated with the perpetrators' prejudices about particular gender practices and their visibility."
  3. Chalberg, C. og K. Collins-McMurry. (2016). Department of Justice Agency Facilitates Improved Transgender Community-Police Relations. LGBTQ Policy Journal - Trans* Rights: The Time Is Now. Bandaríkin: Harvard Kennedy School