Trans Ísland
Trans Ísland - félag trans fólks á Íslandi var stofnað árið 2007 og hefur verið starfrækt síðan þá. Félagið er stuðnings- og baráttusamtök fyrir trans fólk á Íslandi og hefur í gegnum tíðina verið helsti málsvari trans fólks á Íslandi.[1] Félagið er hagsmunafélag innan Samtakanna '78, en starfar sjálfstætt.
Samtökin hlutu mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar árið 2023.[2]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Um félagið – Trans Ísland“. Sótt 11. apríl 2019.
- ↑ Björnsdóttir, Anna María (19. maí 2023). „„Trans fólk er hérna og það á rétt á að taka pláss"“. RÚV. Sótt 23. júlí 2023.