Tréskurðarmynd er prentuð mynd sem er unnin þannig að myndin er skorin út á viðarplötur. Plötur úr perutré voru notaðar og platan var fyrst þakin þunnu krítarlagi og var teiknað á það lag. Myndin var mynduð með strikum þar sem breið strik voru fyrir útlínur og skyggingar og mjórri fyrir ýmsa millitóna. Myndirnar voru skornar út með hníf og stórir og minni fletir milli línanna voru dýpkaðar með mísmunandi holjárnum.

Unnið við tréskurðarmynd

Guðbrandsbiblía sem prentuð var á Hólum 1584 er með mörgum myndum sem skornar voru út í tréplötur.

Heimild breyta