Trémaðkur
Trémaðkur (eða trjámaðkur) (fræðiheiti: Teredo norvegica) er ormlaga samloka af timburmaðkaætt sem lifir í N-Atlantshafi. Fremst á líkamanum eru örsmáar, hvassar skeljar og með þeim borar trémaðkurinn göng í timbur. Göngin húðar hann síðan að innan með kalki. Trémaðkur verður allt að 30 sm langur og veldur oft miklum skaða á bryggjustólpum, skipum og öðru tréverki í sjó.
Tenglar
breyta- Mynd af hinum ýmsu þróunarstigum trémaðksins Geymt 9 júní 2007 í Wayback Machine