Torfmoldarsteypa er tilbúin steypa sem gerð er úr lífrænum trefjum, sandi eða möl, sementi og vatni. Lífrænar trefjar geta t.d. verið fínmulinn barnamosi. Efnunum er hrært saman í þykka leðju sem síðan er sett í eða utan um mót og oft látið harðna á þeim stað sem steypti gripurinn á að standa á. Torfmoldarsteypa er vinsæl í skreytingar í görðum og í ker eða trog undir jurtir. Gjarnan er reynt að hafa yfirborð steypunnar sem úfnast og sem fornlegast og má gera það með því að ýfa yfirborðið með vírbusta og pensla með lífrænni lausn eins og kalíumpermanganat eða mykjuvatni. [1]

Tilvitnanir

breyta
  1. Ágúst H. Bjarnason (ritst.),Stóra garðabókin (bls 197), Forlagið, 1996

Tenglar

breyta