Tommi og Jenni
(Endurbeint frá Tom og Jerry)
Tommi og Jenni (Tom & Jerry) eru amerískar teiknimyndir sem fyrst litu dagsins ljós árið 1940. Höfundar myndanna eru William Hanna og Joseph Barbera. Teiknimyndirnar snúast um eilífa baráttu milli aðalpersónanna, kattarins Tomma og músarinnar Jenna, þar sem ærslahúmor er alls ráðandi.