Tognun er þegar liðbönd slitna að hluta eða alveg. Það getur gerst við fall eða högg á líkamspart þar sem eru liðamót.

Tognaður ökkli.

Fyrstu einkenni tognunar eru sársauki, bólga og síðar verður litabreyting eða mar á húðinni. Smáæðar og bandvefsþræðir bresta, liðurinn verður stirður og hreyfigeta skerðist. Algengar tognanir eru við ökkla og úlnlið. Alvarleika tognunar er oft skipt í 3 stig. Í 3. stigi er liðbandið brostið. Liðbönd gróa á 5-6 vikum.

Orðið tognun er stundum notað líka þegar vöðvi rifnar.

Tenglar breyta