Tindabikkja
Tindabikkja (Raja radiata) eða tindaskata, gaddaskata, er langsamlega algengasta skötutegundin við Ísland.
Sjálft heitið má finna frá 17. öld og vísar fyrri liðurinn til oddanna sem þessi skata hefur á roðinu. Samsvörun má finna í færeysku (tindaskøta) en engum öðrum málum.
Hún verður allt að 90 cm á lengd.