Tilraunaheimspeki er aðferðafræði í heimspeki sem styðst að einhverju leyti við tilraunir og athuganir, m.a. skoðanakannanir. Tilraunaheimspeki er nýleg aðferð í heimspeki sem hefur að mestu leyti orðið til á 21. öldinni. Tilraunaheimspekin er undir óbeinum áhrifum frá kenningum bandaríska heimspekingsins W.V.O. Quine.

Nokkur ágreininigur er um hvert framlag tilraunaheimspekinnar gæti verið. Sumir telja að tilraunaheimspekin sé á endanum vart annað en hugtakagreining sem tekur mið af megindlegum rannsóknum.

Meðal heimspekinga sem hafa fengist við tilraunaheimspeki má nefna Stephen Stich, Shaun Nichols og Brian Weatherson.