Pro Milone
(Endurbeint frá Til varnar Milo)
Pro Tito Annio Milone ad iudicem oratio, þekktust sem Pro Milone eða Til varnar Milo á íslensku, er ræða sem rómverski stjórnmálamaðurinn, heimspekingurinn og rithöfundurinn Marcus Tullius Cicero samdi árið 52 f.Kr. til varnar vini sínum Titusi Anniusi Milo, sem var gefið að sök að hafa myrt pólitískan andstæðing sinn Publius Clodius Pulcher á Via Appia.