Silius Italicus (fullu nafni Tiberius Catius Asconius Silius Italicus; um 26 – 101) var rómverskt skáld.
Hann vakti snemma athygli sem hæfileikaríkur ræðumaður og síðar sem varkár stjórnmálamaður. Hann var ræðismaður árið sem Neró lést (68).