Pétur kanína og vinir hans
(Endurbeint frá The World of Peter Rabbit and Friends)
Pétur kanína og vinir hans eru breskir teiknimyndaþættir byggðir á bókum Beatrix Potter um Pétur kanínu. Þættirnir voru framleiddir af TVC London fyrir bókaforlagið Frederick Warne & Co í samstarfi við BBC og japönsku framleiðslufyrirtækin Pony Canyon og Fuji Television. Þeir voru frumsýndir á BBC frá 1992 til 1995. Þættirnir eru níu talsins og byggja hver á einni eða tveimur bókum eftir Potter. Hver þáttur er 24 mínútur að lengd.