The Journal of Philosophy
The Journal of Philosophy er fræðilegt tímarit um heimspeki sem Columbia-háskóli gefur út. Markmið þess er að birta greinar um það sem er efst á baugi í heimspeki og hvetja til skoðanaskipta, ekki síst um ýmislegt er varðar snertifleti heimspeki og annarra fræðigreina.
Tímaritið var stofnað árið 1904 og hét þá The Journal of Philosophy, Psychology, and Scientific Methods. Það hefur komið út undir núverandi titli frá árinu 1923.