Tengiferill
ferill með krappa sem breytist línulega með lengd sinni
Tengiferill, sem einnig kallast klótóíða, er ferill með krappa sem breytist línulega með lengd sinni. Tengiferlar eru notaðir í vegagerð við ákvörðun á láréttri legu vega. Til eru nokkur afbrigði af tengiferlum: tengibogi, vendibogi, toppbogi og egglína.[1]
Í upphafi stefnubreytingar er radíus tengiferils óendanlegur, og í lok stefnubreytingar er tengiferillinn með sama radíus og næsti hringferill sem hann tengist við. Tengiferillinn myndar þannig aflíðandi stefnubreytingu milli beinnar línu og hrings.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Íðorðabankinn“. idordabanki.arnastofnun.is. Sótt 11. desember 2022.