Telekles
Telekles (forngríska: Τηλεκλῆς) var forngrískur heimspekingur, nemandi og eftirmaður Lakýdesar. Hann stjórnaði Akademíunni ásamt Evandrosi. Þeir höfðu séð um daglegan rekstur skólans síðustu ár Lakýdesar vegna veikinda hans og héldu því áfram að honum látnum án þess að hafa verið formlega kjörnir yfirmenn skólans. Þegar Telekles lést um 167 f.Kr. var skólinn í hondum Evandrosar í nokkur ár.
Ekkert er vitað um kenningar eða ritverk Teleklesar.