Telangana er fylki á Deccan-hásléttunni á Suður-Indlandi. Fylkið var búið til árið 2014 með því að kljúfa norðausturhluta Andhra Pradesh frá. Höfuðstaður fylkisins er Hyderabad. Áður var þetta svæði hluti af Hyderabad-fylki á Breska Indlandi, en 1956 var það fylki leyst upp og héruðin þar sem telúgú var algengasta málið sameinuð í Andhra Pradesh. Nokkrum sinnum síðan var stungið upp á aðskilnaði héraðanna, sem gekk í gegn 2014. Andhra Pradesh reisti sér nýjan höfuðstað, Amaravati, frá grunni.

Kort sem sýnir Telangana á Indlandi.

Telangana er mikilvæg miðstöð upplýsingatæknifyrirtækja og þar eru margar rannsóknarstofur á vegum Indlandshers.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. „Efforts on to transform Hyderabad into a hub for defence electronics“. Business Line. The Hindu Group. 3. ágúst 2017. Afrit af uppruna á 30. nóvember 2020.